top of page
Search

Leynistaðurinn

  • Brimrún Eir Óðinsdóttir
  • Jan 13, 2017
  • 2 min read

Í haust var ég í enskuáfanga sem hét Skapandi skrif. Þar átti ég að skrifa texta um leynistað. Ef við áttum ekki þannig stað þá máttum við búa hann til. Ég gerði tvö verkefni, eitt þar sem ég bjó til ímyndaðan stað og svo þetta. Ég lét mömmu mína velja á milli þeirra og hún ráðlagði mér að skila þessu. Fyrr í dag bað hún mig um að þýða það yfir á íslensku svo hún gæti sett það á bókabloggið svo ég gerði það. Hérna er verkefnið mitt, fyrst á ensku eins og ég skilaði því upphaflega, svo á íslensku:

My secret place

I have a secret place that is just mine, many people know about it and it is a place for many other people too but it is mine and only mine. This place isn't really one place, it's many. I like to go there when I'm bored, when I have time, when I want to relax or just when I want to.

This place or these places are what people would call books. I can visit Chicago, Germany, Brazil or be on top of a glacier, out at sea or in outer space, I can also visit fictional places like Panem, Wonderland or my favorite, Hogwarts and I can visit them all at home, on the bus or basically anywhere.

Books are the best place to visit, you can be everywhere but they can be somewhere else and they will always be there for you. The best thing is that you can never get bored of them because there are so many and so different types of books. They can be real and true but they can also be far from reality.

I have met so many people in these places, I have experienced so much there and tried so many new things. I have done things that I wouldn't do or couldn't do elsewhere.

...

Ég á mér leynistað sem er bara minn, margir vita um hann og þetta er staður sem margir aðrir heimsækja en hann er minn og bara minn. Þetta er ekki beinlínis einn staður, þetta eru eiginlega margir staðir. Ég fer þangað þegar mér leiðist, þegar ég hef tíma til, þegar ég vil slaka á eða bara þegar mig langar til.

Þessi staður eða þessir staðir eru það sem fólk kallar bækur. Ég get heimsótt Chicago, Þýskaland, Brasilíu eða farið upp á topp á jökli, út á sjó eða út í geim. Ég get líka heimsótt ímyndaða staði eins og Panem, Undraland eða uppáhaldið mitt, Hogwarts, og ég get heimsótt þá alla heima hjá mér, í strætó eða í rauninni hvar sem er.

Bækur eru besti staðurinn til að heimsækja, þú getur verið hvar sem er en um leið farið hvert sem er og þær verða alltaf til staðar fyrir þig. Það besta er er að þú getur aldrei orðið þreytt/ur á þeim þar sem það eru til svo margar tegundir, þú þarft bara að finna þína tegund. Þær geta verið alveg sannar en þær geta líka verið langt frá raunveruleikanum.

Ég hef hitt og kynnst svo mörgum í gegnum bækur, ég hef upplifað svo margt og prófað hluti sem ég hafði ekki prófað áður. Ég hef gert hluti sem ég gæti eða hefði ekki tækifæri til annarsstaðar.

Recent Posts

See All
Velkomin á bókabloggið

Heil og sæl öll sömul! Þessi bloggsíða tilheyrir öllum í Heiðarskóla, Hvalfjarðarsveit. Hér ætlum við í sameiningu að fjalla um bækur og...

 
 
 
bottom of page