Salómon svarti
- Helga Harðardóttir
- Jan 17, 2017
- 1 min read
Ég á mér ljúfar æskuminningar tengdar bókalestri og hafa bækur verið um allt á mínu heimili alla tíð. Á náttborð foreldra minna komst ekki fyrir vatnsglas fyrir bókastöflum oft á tíðum og vorum við reglulegir gestir á bókasöfnum Reykjavíkurborgar.
Þrátt fyrir áhuga foreldra minna á bókum voru bækur ekki mikið ræddar við okkur systurnar þegar við vorum ungar, en í dag eru teknar langar bókaumræður um það lestrarefni sem hver og einn er með í samverustundum fjölskyldunnar.
Fyrsta minning mín af bókalestri er rödd pabba. Hann situr á stól fyrir framan koju okkar systra, les skýrt og greinilega, leikur rödd Láka löggu ákaflega vel og við hlæjandi að óförum hans í baráttunni við hrútinn Salómon svarta.
